Tenglar

12. desember 2019 | Sveinn Ragnarsson

Þegar á liggur hjálpast allir að

Guðmundur Ólafsson rafstöðvarstjóri. mynd af vef ÞV.
Guðmundur Ólafsson rafstöðvarstjóri. mynd af vef ÞV.
1 af 3

Á vef Þörungaverksmiðjunnar er þessi frásögn af hvernig málin voru leyst á Reykhólum.

 

„Nefndu nafn mitt ef þér liggur lítið við“ Þetta sagði Halldór Laxness og meinti að hann gæti gert mönnum góða greiða þegar mikið lægi við. Í óveðrinu í vikunni varð rafmagnslaust á Reykhólum.

 

Í sumar var sett upp viðbótar-ljósavél til að styðja við þá gömlu hjá Orkubúinu. Guðmundur á Grund hafði verið á sólarhringsvakt þegar heldur var farnar að minnka olíubirgðirnar. Bræðurnir Bolli og Óli Smárasynir voru á fartinni en Bjössi Sam sótti um leyfi hjá Þörungaverksmiðjunni til að deila birgðum af dísli svo reka mætti varaaflstöðvarnar lengur. Það fór svo að þeir Bjössi voru frá hádegi til miðnættis að ferja olíu á milli.

 

Eitthvað var um bilanir í varakerfinu en að lokum komst allt af stað. Þetta þýddi að dælur virkuðu til að koma hita í hús á Reykhóllum þó að sums staðar í sveitunum væri orðið kalt í húsum. Þannig er gott að eiga góða að, þá sem vilja lána og þá sem bregðast við þegar lítið liggur við. 

  

Athugasemdir

Mæja, fimmtudagur 12 desember kl: 16:38

Þeirnotuðu bíla hjálparsveitarinnar við þennan akstur. Best að halda því til haga.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31