Tenglar

21. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Þeir borga of lítið, Sigurður

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrirhuguð lækkun veiðigjaldsins á útgerðarfyrirtæki mælist frámunalega illa fyrir meðal almennings eins og undirskriftasöfnunin sýnir. Fyrir því er einföld ástæða, sjávarútvegsfyrirtækin greiða ekki sanngjarnan hlut af hagnaði sínum til samfélagsins. Þegar litið er til mjög góðrar afkomu undanfarin ár væri eðlilegra að hækka gjaldtökuna en að lækka hana.

 

Þannig hefst grein sem Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Einnig segir hann:

 

Öll rök hníga til þess að ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu fremur en að minnka hann. Útgerðarmenn sjálfir hafa verðlagt aðganginn að fiskimiðunum og innheimta margfalt hærra verð en ríkið gerir. Þetta fyrirkomulag gengur ekki þar sem útgerðarmenn eiga ekki fiskimiðin. Það á ekki að borga þeim fyrir að fá að veiða, heldur eiga þeir að borga almenningi. Hið opinbera á að fá leigutekjurnar til þess að standa undir almennum þörfum, svo sem heilbrigðiskerfinu, almannatryggingum, uppbyggingu á innviðum samfélagsins o.s.frv.

 

Grein Kristins í heild er að finna undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin og með því að smella hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31