Tenglar

14. apríl 2016 |

Þeir sem verst eru settir eru látnir sitja á hakanum

Þau sveitarfélög sem búa við hvað óhagstæðust skilyrði eiga minnsta möguleika á styrkjum til ljóstengingar í verkefninu Ísland ljóstengt, þvert á það sem lagt var upp með. Þetta sagði Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð, í samtali við fréttastofu RÚV.

 

Aðeins 17 af 479 milljónum króna sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar til verkefnisins renna til sveitarfélaga þar sem dreifbýli er mest og fæstar tengingar fyrir. Niðurstaðan úr markaðsútboði verkefnisins er sú, að rúm 93 prósent heildarúthlutunar renna til sveitarfélaga þar sem tengingar eru hagstæðastar.

 

Ísafjarðarbær sótti um styrk fyrir þá sveitabæi sem eru hvað afskekktastir og með versta síma- og netsambandið en fékk ekki styrk þar eð kostnaðurinn er mikill.

 

Þetta kom fram í fréttum RÚV fyrr í vikunni.

 

Sjá einnig:

Netvæðingarloforðin lenda á sveitarfélögunum (Reykhólavefurinn 16. feb. 2016 – ýmsir tenglar þar fyrir neðan).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31