Tenglar

10. mars 2012 |

„Þetta er svo andskoti gaman“

Úr Morgunblaðinu í dag.
Úr Morgunblaðinu í dag.

Rækilega var fjallað um Bátasafn Breiðafjarðar á tvennum vígstöðvum í stærstu fjölmiðlum í dag. Þátturinn Við sjávarsíðuna á Rás eitt í morgun var allur lagður undir starf Áhugamannafélags um Bátasafn Breiðafjarðar og heil síða í Morgunblaðinu í dag. Útvarpsþáttinn má heyra hér og síðuna í Morgunblaðinu má lesa hér.

 

Kynning á þætti Péturs Halldórssonar á Rás eitt í morgun er þessi:

 

Farið er í litla skemmu við gömlu Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi þar sem Bátasafn Breiðafjarðar hefur fengið aðstöðu til að halda námskeið í bátasmíði og bátaviðgerðum. Þar er rætt við Hafliða Má Aðalsteinsson, bátasmíðameistara úr Hvallátrum á Breiðafirði, sem kennir á námskeiðinu. Hann segir frá bátasmíðahefðinni við Breiðafjörðinn, mikilvægi bátanna sem samgöngutækja í Breiðafjarðareyjum og á bæjum sem áttu land að sjó við Breiðafjörð.

 

Rætt er um bátasmíðahefðina, sérvisku mismunandi bátasmiða, mismunandi lag bátanna, smíðaaðferðir og svo auðvitað um varðveislu báta og bátasmíðaiðnarinnar.

 

Bátasafn Breiðafjarðar kemur við sögu, verkefni sem lengi var draumur Aðalsteins Aðalsteinssonar, föður Hafliða, og er nú komið upp á Reykhólum. Þar eru gamlir bátar varðveittir og fólk sem er í félagsskapnum bak við safnið varðveitir marga báta með lifandi hætti, þ.e. með því að nota þá.

 

Hafliði segir frá námskeiðshaldinu og einnig er rætt við Eggert Björnsson, sjómann og áhugamann um bátasmíðar. Eggert hefur lært bátasmíðar að nokkru leyti á eigin spýtur og með því að taka þátt í félagsskapnum við Bátasafn Breiðafjarðar. Hann er líka frístundamálari og liðtækur við að teikna uppdrætti sem notaðir eru við bátasmíðakennsluna.

 

Nú er komin út bráðabirgðaútgáfa kennslubókar í bátasmíði sem notuð verður á námskeiðunum og að henni hafa þeir Hafliði og Eggert unnið ásamt fleirum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30