Tenglar

12. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Þetta svæði á framtíðina fyrir sér

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm., oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm., oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

Eins og hér kom fram var Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, alþingismaður og oddviti VG í Norðvesturkjördæmi, á yfirreið um Reykhólasveit í fyrradag ásamt félögum sínum. Þá voru þau búin að vera með fundi á Bíldudal og Patreksfirði. „Það er sammerkt með þessum stöðum, að hjá heimamönnum ríkja kraftur og bjartsýni hvað varðar allt mannlíf og uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta eykur manni trú á að að við séum búin að vinna okkur út úr kreppunni. Núna blásum við til öflugrar lífskjarasóknar,“ sagði Lilja Rafney í samtali við vefinn.

 

„Það er ekki síst á landsbyggðinni sem tækifærin eru. Þar eru lítil og meðalstór fyrirtæki mjög að sækja í sig veðrið. Þetta er alveg í samræmi við stefnu okkar Vinstri grænna, að fjölbreytt atvinnulíf skiptir máli og tími stóriðju á borð við orkufrek álver er liðinn. Við höfum sett stóraukið fjármagn í nýsköpun eins og rannsóknar- og tæknisjóði og framkvæmdasjóð ferðamannastaða og komið á fót grænum fjárfestingasjóði. Allt þetta skiptir máli og ánægjulegt að sjá hvað þessi stuðningur er að skila sér víða í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni,“ segir hún.

 

„Ég sem mikil landsbyggðarmanneskja, búin að eiga heima á Vestfjörðum allt mitt líf, er full bjartsýni fyrir þetta svæði og veit að það á framtíðina fyrir sér. Núna eiga stjórnvöld að standa vel að baki allri uppbyggingu á svæðinu og vinna með heimamönnum að jöfnun búsetuskilyrða og gera þennan landshluta samkeppnisfæran um fólk og fyrirtæki. Þannig hafa áherslur okkar Vinstri grænna verið þrátt fyrir erfitt árferði og verða það áfram. Gangi ykkur vel, góðar kveðjur til fólksins í Reykhólahreppi,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 

Athugasemdir

Sig.Torfi, laugardagur 13 aprl kl: 09:54

það er rétt,, "Þetta svæði á framtíðina fyrir sér" það þarf bara bregðast við því!!!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31