Tenglar

10. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Þéttskipuð dagskrá hjá Breiðfirðingafélaginu

Heimasíða Breiðfirðingafélagsins hefur verið endurnýjuð og er unnið að því að koma öllu efni af gömlu síðunni yfir á þá nýju. Fréttabréf Breiðfirðingafélagsins, 2. tbl. 19. árgangs, var að koma út. Það má lesa á heimasíðunni og prenta út eftir hentugleikum. Formaður félagsins, Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd, segir þar m.a. í inngangsorðum: 

  • Starfsemi félagsins er nú í fullum gangi og gengur vel. Í lok febrúar hefst spurningakeppni átthagafélaganna í Reykjavík, sem haldin verður í Breiðfirðingabúð. Félagsvist er spiluð á sunnudögum og bridge á sunnudagskvöldum. Þátttaka í spilum hefur verið góð í vetur. Prjónakaffið heldur sínu striki og er alltaf vel sótt.
  • Árshátíð á þorra var haldin í Breiðfirðingabúð 21. janúar og tókst mjög vel. Veislustjóri var Níels Árni Lund. Einnig voru sýndar listir með húla hopp hringi. Hljómsveitin Klassík lék fyrir dansi. Ég vil fyrir hönd félagsins þakka öllum, sem stóðu að árshátíðinni, fyrir frábæra skemmtun.
  • Margt er enn á dagskrá félagsins, þar má nefna t.d. dansleik og skemmtun hjá Breiðfirðingakórnum, páskabingó, vorfagnað og svo að sjálfsögðu dag aldraðra.

 

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð fimmtudagskvöldið 21. febrúar.

 

19.01.2013 Spurningakeppni átthagafélaganna endurvakin

Heimasíða Breiðfirðingafélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31