Tenglar

24. mars 2011 |

Þingmönnum afhentir undirskriftalistar

Þingmenn Norðvesturkjördæmis koma á fund í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði kl. 15 á morgun, föstudag, þar sem þeim verða afhentir undirskriftalistar vegna uppbyggingar Vestfjarðavegar nr. 60 í Reykhólahreppi. Þeir sem stóðu að söfnun undirskriftanna hvetja fólk á suðursvæði Vestfjarða til að koma á fundinn og sýna með því samstöðu. „Haus“ undirskriftalistanna er þannig:

 

Við undirrituð íbúar Vestfjarða hvetjum alla alþingismenn NV- kjördæmis að samþykkja framkomið frumvarp til laga um uppbyggingu Vestfjarðavegar nr. 60. Með því að leggja umræddan veg samkvæmt svokallaðri B-leið verði hagsmunir okkar best tryggðir.

 

Það er mat okkar íbúa, að af þeirri framkvæmd verði ekki, nema um hana verði sett sérstök löggjöf sem ýti til hliðar óverulegum einkahagsmunum sem hafa stöðvað framkvæmdir til þessa, en tryggi hins vegar hagsmuni heils landshluta. Byggð á Vestfjörðum þolir ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Stuðningur við umrætt frumvarp er mikilvæg yfirlýsing um vilja alþingismanna til að vinna fyrir okkur, íbúa Vestfjarða og kjósendur í NV- kjördæmi.

 

15.03.2011  Áskorun um vegagerð: Nærri þúsund skrifuðu undir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30