3. mars 2010 |
Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010
Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu í Reykhólahreppi verður haldinn laugardaginn 6. mars 2010. Kosið verður í einni kjördeild í sveitarfélaginu, í Hótel Bjarkalundi. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 18:00. Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd. Aðsetur kjörstjórnar Reykhólahrepps á kjördegi verður í Hótel Bjarkalundi. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 27. febrúar fram á kjördag.
Reykhólahreppi 1. mars 2010.
Kjörstjórn Reykhólahrepps
- Halldór D. Gunnarsson
- Arnór Grímsson
- Steinunn Ó. Rasmus