Tenglar

24. febrúar 2010 |

Þjóðarvettvangur fyrir skoðanaskipti

Samtökin Þjóðarvettvangur bjóða fólki alls staðar á landinu að setjast niður í smáum hópum og ræða gildin réttlæti, virðing og heiðarleiki jafnframt því að tengja þau við IceSave. Síðar meir er ætlunin að ræða um málefni á borð við ESB og jafnvel kvótakerfið og önnur stór þjóðfélagsmál. Fjölda funda um allt land hefur verið ýtt úr vör - sjá nánar heimasíðu Þjóðarvettvangs.

 

Vettvangurinn til skoðanaskipta á heimasíðu Þjóðarvettvangs verður opinn til miðnættis á laugardag. Þar er öllum opið að tjá sig og rita niðurstöður sínar. Hugsunin er að landsmenn setjist niður með fjölskyldunni, starfsfélögum eða vinahópum við eldhúsborðið eða fundarborðið og ræði saman. „Á þann hátt erum við að fá tækifæri til að tjá okkur um ákveðið málefni og heyra skoðanir annarra á jákvæðum nótum“, segir í tilkynningu frá Þjóðarvettvangi.

 

Heimasíðan verður áfram óbreytt eftir það og öll gögn þar verða til frjálsrar notkunar. Hugsunin er síðan að þegar næsta brýna málefni þjóðarinnar kemur upp sé Þjóðarvettvangur til staðar til að setja upp sambærilega fundi vegna þess málefnis.

 

Handbók fundaferilisins er opin til skoðunar með því að smella á bláan tengil inni í texta á forsíðu vefjarins. Lögin um Icesave hafa verið vistuð neðst í vefinn til þess að hafa til staðar fyrir þá sem vilja. Þó er alls engin tenging á milli fundanna og þess að hafa lesið lögin um Icesave.

 

Þjóðarvettvangur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31