6. apríl 2011 |
Þjóðgarðstillagan: Boða þingmenn akandi vestur
„Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir undrun sinni á framkominni þingsályktunartillögu frá Róbert Marshall og Merði Árnasyni um stofnun þjóðgarðs við norðanverðan Breiðafjörð á svæðinu milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar og því að ekki sé haft samráð við íbúa svæðisins og hagsmunaaðila um svo afdrifaríka tillögu sem hafa mun áhrif á svæðið allt“, segir í bókun ráðsins. „Bæjarráð Vesturbyggðar óskar þess að þeir Róbert Marshall og Mörður Árnason fundi með íbúum sunnanverðra Vestfjarða um tillöguna og komi til þess fundar akandi um það svæði sem tillagan nær yfir. Óskað er eftir því að sá fundur verði haldinn fyrir 15. maí nk.“, segir enn fremur í bókuninni.
Sjá einnig:
28.03.2011 Verulegur hluti Reykhólahrepps þjóðgarður?