Tenglar

13. júní 2019 | Sveinn Ragnarsson

Þjóðhátíðardagskráin í Reykhólahreppi

Hátíðahöld 17. júní í Reykhólahreppi verða í Bjarkalundi að venju.

Dagskráin er í höndum Lions klúbbsins og hefst kl. 14.00 með skrúðgöngu og ávarpi fjallkonunnar.

 

Til reiðu verða hoppukastalar, andlitsmálun fyrir börnin og leikir fyrir börn og fullorðna o.fl.

Inni á hótelinu verður glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar sem kostar 2000 krónur og 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri.


Lions klúbburinn og Hótel Bjarkalundur bjóða yngri sem eldri hjartanlega velkomin á þjóðhátíðina næstkomandi mánudag, 17. júní.

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2023 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31