15. júní 2020 | Sveinn Ragnarsson
Þjóðhátíðardagurinn í Bjarkalundi
Hátíðarhöld 17. júní í Reykhólahreppi verða í Bjarkalundi að venju.
Dagskráin er í höndum Ungmennafélagsins Aftureldingar og hefst kl. 14.00 með skrúðgöngu og ávarpi fjallkonunnar.
Til reiðu verða hoppukastalar, andlitsmálun fyrir börnin, leikir fyrir börn og fullorðna o.fl.
Inni á hótelinu verður glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar sem kostar 2000 krónur og 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri.
Ungmennafélagið Afturelding og Hótel Bjarkalundur bjóða unga sem eldri hjartanlega velkomna á þjóðhátíðina næstkomandi miðvikudag 17. júní.