Tenglar

17. júní 2020 | Sveinn Ragnarsson

Þjóðhátíðardagurinn í Reykhólasveit

1 af 11

Á þjóðhátíðardaginn var í Bjarkalundi haldin fyrsta almenna samkoman frá því í byrjun mars, að saltkjötsveisla Lions var haldin.

 

Í Bjarkalundi voru að venju hátíðahöld, að þessu sinni í samstarfi við Ungmennafélagið Aftureldingu, en hin ýmsu félög á svæðinu hafa skipst á um að halda þessa skemmtun.

 

Á þjóðhátíðardaginn kemur fjallkonan fram og flytur hugvekju og gjarnan kvæði, að þesu sinni var Ása Fossdal í hlutverki fjallkonunnar og flutti kvæðið Tungumálið mitt, eftir Júlíönu Jónsdóttur, sem var fædd á Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfirði 1838 og var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Júlíana lést í Bandaríkjunum 12. júní árið 1917.

 

Boðið var upp á hoppukastala og andlitsskreytingu fyrir yngri kynslóðina og kafffihlaðborð  var í Bjarkalundi.

Einnig var opið í ÖSSU í Króksfjarðarnesi og vöfflur og fleira góðgæti í boði, ásamt ótrúlega fjölbreyttu handverki.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30