28. febrúar 2010 |
Þjóðin styður íslenskan landbúnað
Íslenskur landbúnaður nýtur yfirgnæfandi stuðnings þjóðarinnar, skv. könnun sem kynnt var við setningu Búnaðarþings í dag. Um 96 prósent þjóðarinnar lýsa þar jákvæðum hug til bænda. Úr Reykhólahreppi sitja Búnaðarþing þeir Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum, kjörinn fulltrúi, og Karl Kristjánsson á Kambi, stjórnarmaður í Búnaðarsamtökum Íslands og fulltrúi í framkvæmdanefnd samtakanna.
Búnaðarþing stendur fram á miðvikudag.