Tenglar

9. september 2022 | Sveinn Ragnarsson

Þjóðtrúarkvöldvaka í Sævangi

Laugardagskvöldið 10. september verður haldin árleg þjóðtrúarkvöldvaka á Sauðfjársetrinu í Sævangi og hefst skemmtunin kl. 20:30. Að þessu sinni hefur hún yfirskriftina: Þjóðtrú á ferð og flugi - Draugar, útilegumenn og óvæntir gestir! Það hefur verið einkenni á þessum kvöldvökum að erindin séu nær því að vera sagnamennska eða skemmtilestur en fyrirlestur. Skemmtunin er samvinnuverkefni Sauðfjársetursins og Þjóðfræðistofu á Hólmavík.

 

Á kvöldvökunni í ár er ekki leitað langt yfir skammt og heimamenn sjá um skemmtunina. Það eru þjóðfræðingarnir Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson hjá Þjóðfræðistofu sem og auk þeirra mætir nýútskrifaður doktor í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir á svæðið og talar við sitt heimafólk um smalastúlkur og útilegumenn sem á einkar vel við á þessum árstíma.

 

Svo eru rúsínur í báðum pylsuendunum, tónlistarflutningur í öðrum endanum og yfirnáttúrulegt kvöldkaffi, alveg kyngimagnað, í hinum. Það er Íris Björg á Klúku sem sér um tónlistaratriðið og Ester Sigfúsdóttir um kvöldkaffið, að venju.

 

Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:

 

Jón Jónsson, þjóðfræðingur:
Viðbrögð við óvelkomnum gestum: Heimsóknir villidýra, vætta og annars óþjóðalýðs

 

Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur:
Draugur fær heimþrá: Af þvælingi þjóðtrúar til Vesturheims

 

Dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur:
Konur fara á fjöll: Smalastúlkur og útilegumenn í íslenskum þjóðsögum

 

Þjóðtrúarkvöldvökur hafa verið haldnar því sem næst árlega í Sævangi í miðjum smalamennskum í september, frá árinu 2013. Sú fyrsta var haldin þegar sýning um álagabletti var opnuð á Sauðfjársetrinu. Nú hefur sú sýning verið tekin niður og fróðleikurinn var gefinn út í bók um síðustu áramót. Í staðinn var svo sett upp sýning um hvítabirni sem kíkt hafa í heimsókn á Strandir og Vestfirði og gestum gefst færi á að skoða hana á kvöldvökunni.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31