Tenglar

24. september 2015 |

Þjónustugátt Ferðamálastofu opnuð

Gróðurkort / Landmælingar Íslands.
Gróðurkort / Landmælingar Íslands.

Ferðamálastofa hefur tekið stórt skref í rafrænni þjónustu með opnun þjónustugáttar, segir á vef stofunnar. Þar geta viðskiptavinir m.a. sótt um leyfi og styrki, sent inn ábendingar, fylgst með málum og komið skoðunum sínum á framfæri. Þjónustugáttinni svipar að mörgu leyti til þjónustu heimabanka og byggir á One Systems skjala- og málakerfi sem Ferðamálastofa tók í notkun fyrir á árinu. Notendur þurfa að byrja á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma og fá þá aðgang að sínu svæði.

 

Markmiðið er að bæta þjónustu við viðskiptavini Ferðamálastofu með meiri skilvirkni og styttri svartíma við erindum. Notendur fá betri yfirsýn, þar sem þeir hafa aðgang að sínum málum hjá stofnuninni. Núna er þannig hægt að sækja þar um ferðaskrifstofuleyfi, ferðaskipuleggjendaleyfi og styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

 

Meira um þetta á vef Ferðamálastofu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31