Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ...
Eflaust vita margir um tengsl eins af nýju ráðherrunum við Reykhólahrepp. Síðan eru væntanlega ýmsir sem þekkja þau ekki: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, er sonardóttir tveggja fyrrverandi sveitarstjóra í Reykhólahreppi, þeirra Guðmundar H. Ingólfssonar heitins og Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur í Mýrartungu II í Reykhólasveit, sem líka var á sínum tíma oddviti Reykhólahrepps.
Þórdís Kolbrún er 29 ára, fædd 4. nóvember 1987, lögfræðingur að mennt. Sjá hér æviágrip hennar á vef Alþingis. Hún er annar tveggja ráðherra hérlendis sem hafa tekið við embætti fyrir þrítugt. Hinn ráðherrann er Eysteinn Jónsson, sem var 27 ára.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II, amma Þórdísar Kolbrúnar, var þingmaður Vestfirðinga fyrir Kvennalistann á árunum 1991-1995. Þá voru þau Guðmundur H. Ingólfsson eiginmaður hennar ennþá búsett norður í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp. Í veikindum Guðmundar annaðist Jóna Valgerður verkefni sveitarstjóra Reykhólahrepps og síðan var hún ráðin í starfið að honum látnum, auk þess sem hún var oddviti Reykhólahrepps.
Þess má geta, úr því að hér er farið af stað á annað borð, að Guðjón Arnar Kristjánsson, bróðir Jónu Valgerðar, var þingmaður Vestfirðinga og síðan Norðvesturkjördæmis fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 1999-2009 og formaður hans um árabil. Áður hafði Guðjón Arnar sjö sinnum tekið sæti á þingi sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum á árunum 1991-1995 og var þá samtíða systur sinni á þeim vinnustað.
Sjá einnig (já, fleiri hafa tengsl í Reykhólahrepp):
Forseti, borgarstjóri, biskup – og Sigmundur Davíð (Reykhólavefurinn 27. maí 2013)
Petur, mnudagur 16 janar kl: 09:41
Viðbót um tengingu Þórdísar í Reykhólasveitina;
Eiginmaður Þórdísar er Hjalti Sigvaldason Mogensen. Hjalti er sonur Kristínar Mogensen og Sigvalda Þorsteinssonar. Sigvaldi er sonur Þorsteins Þórarinssonar frá Reykhólum sem var einn Reyhólasystkyna og afkomandi Steinunnar Hjálmarsdóttur.