Tenglar

26. febrúar 2011 |

Þörf úrbóta í vegamálum mest á Vestfjörðum

Mesta þörfin fyrir úrbætur í vegamálum er á Vestfjörðum, sagði Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, í umræðum um vegamál á Alþingi í vikunni. Jón Gunnarsson, sem hóf umræðuna, sagði að nú yrðu stjórnvöld að átta sig á mikilvægi þess að ráðist verði í vegaframkvæmdir um allt land. Undir það tóku margir þingmenn. Á fjárlögum er gert ráð fyrir sex milljörðum króna til vegagerðar á þessu ári og ráðherrann hefur ákveðna skoðun á því hvaða landshluti eigi að vera í forgangi næstu árin. „Þar staðnæmist ég fyrst við Vestfirði. Þar er mest þörf á úrbótum.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31