26. febrúar 2011 |
Þörf úrbóta í vegamálum mest á Vestfjörðum
Mesta þörfin fyrir úrbætur í vegamálum er á Vestfjörðum, sagði Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, í umræðum um vegamál á Alþingi í vikunni. Jón Gunnarsson, sem hóf umræðuna, sagði að nú yrðu stjórnvöld að átta sig á mikilvægi þess að ráðist verði í vegaframkvæmdir um allt land. Undir það tóku margir þingmenn. Á fjárlögum er gert ráð fyrir sex milljörðum króna til vegagerðar á þessu ári og ráðherrann hefur ákveðna skoðun á því hvaða landshluti eigi að vera í forgangi næstu árin. „Þar staðnæmist ég fyrst við Vestfirði. Þar er mest þörf á úrbótum.“