18. desember 2014 |
Þorláksmessuskatan á Reykhólum eins og endranær
Skötuveislan árvissa hjá Lionsfólki í Reykhólahreppi verður eins og áður í borðsal Reykhólaskóla á Þorláksmessu milli kl. 12 og 14. Saltfiskur verður í boði fyrir þá sem treysta sér ekki í sjálft lostætið. Allir eru velkomnir, alveg sama þó að þeir tengist Lions ekki neitt. Verðið er það sama og í fyrra, 2.200 krónur, nema fyrir 12 ára og yngri sem borga 1.000 krónur. Tekið skal fram að posi verður á staðnum, en svo hefur ekki verið áður.
Sitthvað um skötuát og Þorláksmessu (hér á Reykhólavefnum fyrir þremur árum):
► Rammstæka skatan rétt er fín