Tenglar

8. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Þorpið í Flatey - verndarsvæði í byggð, tillaga

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á á fundi sínum 9. maí sl. að auglýsa til kynningar og umsagnar vinnslutillögu um verndarsvæði í byggð í Flatey.  Vinnslutillagan er hjálögð.


Um Breiðafjörð og eyjar hans gilda sérstök lög (nr. 54/1995) sem hafa þann tilgang að stuðla að verndun landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Nýleg lög um verndarsvæði í byggð (nr. 87/2015) gera kleift að festa vernd Þorpsins í Flatey enn betur í sessi og fékk Reykhólahreppur styrk úr Húsafriðunarsjóði til að vinna tillögu til  mennta- og menningamálaráðherra um að þorpið í Flatey verði gert að verndarsvæði í byggð á grundvelli síðarnefndu laganna. Stýrihópur sem samanstendur af tveimur fulltrúum úr sveitarstjórn og tveimur fulltrúum frá Framfarafélagi Flateyjar hefur haft umsjón með tillögugerðinni. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefnum www.flateyverndartillaga.com og þar má einnig nálgast tillöguna sjálfa.


 

Öllum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 15. ágúst 2018.  Athugasemdir eða ábendingar skulu berast með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@reykholar.is í síðasta lagi 15. ágúst 2018.


 

Ný sveitarstjórn mun fjalla um tillöguna og framkomnar athugasemdir við hana í ágúst/september og taka ákvörðun um framhaldið.  Ef ákveðið verður að auglýsa tillöguna formlega skv. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð, gefst aftur 6 vikna athugasemdafrestur áður en gengið er frá tillögu til ásamt greinargerð til ráðherra. 

 

 

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30