Tenglar

9. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Þorrablót í aðsigi... !!

Þorri er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Þar með er veturinn hálfnaður. Hann hefst á bóndadegi sem árið 2018 ber upp á 19. janúar.

 

 Fimmtudag, 18. janúar kl 18-20 fer fram forsala miða á þorrablót Reykhólahrepps. Blótið fer fram í íþróttahúsinu laugardagskvöld 20. jan kl 20-26 (Kl 02 daginn eftir) og húsið er opnað kl 19.30. Miðar skulu pantaðir fram til forsölunnar í síma Friðrúnar eftir kl 16.00 (númer: 865 3480) eða með tölvupósti til  finnurfimm@gmail.com.

Miðaverð er óbreytt frá árinu 2016, 6500 kr á veitingar, skemmtun og ball. 6000kr í forsölu. 3000 kostar inn á ballið eingöngu. Það er hljómsveitin Sue (eða heitir hún kannski Bland og  út í það?) leikur fyrir dansi.

Búast má við þjóðlegum réttum, kveðskap, illkvittni og gráglettni í garð náungans.

Eftirtaldir sjá um að þakið rifni af íþróttahúsinu:

 

Birgitta sauðfjárbóndi, Finnur framkvæmdastjóri, Katla kvikmyndagerðarmaður, Kristján reykhúsmaður,

 Eiríkur skytta, Friðrún mannræktarkona, Gústaf veggbrjótur, María garðyrkjukona. 


Á næstu dögum munu birtast hér nokkrar glennur inn á skemmtiefnið. Einnig verður tilkynnt FB síða blótsins. Nefndin ræddi reyndar að nútímavæða skemmtunina en nýlega var fallið frá því að hafa eingöngu VEGAN fæðu á blótinu.Munið að skemmtunin er eingöngu ætluð 18 ára og eldri.  

 

 

    

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30