Tenglar

13. janúar 2012 |

Þorrablótið 2012: Allar nauðsynlegar upplýsingar

Núna liggur fyrir allt sem máli skiptir varðandi þorrablótið hefðbundna sem haldið verður í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardagskvöldið 21. janúar. Skógarpúkarnir gamalreyndu leika fyrir dansi en hljómsveitina skipa þrír menn brottfluttir úr Reykhólahreppi, bræðurnir Aðalgeir og Ólafur Bragi Halldórssynir frá Gilsfjarðarmúla og Óskar Valdimarsson frá Reykhólum. Á borðum verður fjölbreyttur úrvals þorramatur eins og venjulega og þorrablótsannállinn verður á sínum stað - raunar er óþarfi að nefna svo sjálfsagða hluti. Aldurstakmark á blótinu er 16 ár. Skipað verður til sætis.

 

Miðaverð:

       Í forsölu kr. 5.200

       Eftir forsölu kr. 5.800

       Eingöngu á dansleik kr. 2.500

 

Miðapantanir berist í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar.

 

Eftirtaldar taka við miðapöntunum:

       Björk Stefánsdóttir  -  848 9215 / 434 7820

       Íris Ósk Sigþórsdóttir  -  865 1977

       Ebba Gunnarsdóttir  -  695 8123 / 456 8202

 

Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins fimmtudagskvöldið 19. janúar frá kl. 18 til kl. 20.

 

Húsið verður opnað kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20.30.

 

Þorrablótið á Reykhólum hefur verið haldið eins lengi og elstu menn muna (eða a.m.k. því sem næst) og í ýmsum húsakynnum. Meðal annars var það haldið í Læknishúsinu fyrir margt löngu og að minnsta kosti einu sinni var það haldið í bragganum við Tilraunastöðina. Frekari upplýsingar um þetta væru vel þegnar hér í athugasemdunum.

 

Átta manns skipa þorrablótsnefndina hverju sinni og hún kýs síðan nefndina fyrir næsta ár. Jafnan er einhver afgangur af peningum þegar búið er að greiða tilkostnað og þeim er síðan varið til gagnlegra hluta í almannaþágu. Undanfarin ár hafa þeir verið notaðir til kaupa á búnaði til að gera íþróttahúsið að betra samkomuhúsi. Þannig voru í fyrra keyptir fjórir hljóðnemar („mækar“) til að festa á fólk sem þar kemur fram.

 

Þorrablótsnefndin í Reykhólahreppi 2012 óskar gestum góðrar skemmtunar.

 

Athugasemdir

Málfríður Vilbergsdóttir, fstudagur 13 janar kl: 14:11

Hlakka til að mæta og skemmta mér með Skógarpúkunum. Og frábært að vísa til sætis þá geta þeir sem vilja sitja saman gert það án þess að hafa áhyggjur af því hvort þau mæta of seint.
Göngum hægt um gleðinnar dyr og skemmtum okkur saman.
Bestu kveðjur :)

Aðalgeir Haldórsson, laugardagur 14 janar kl: 18:23

Já hlakka til að koma og sjá framaní fullt af kunnulegum andlitum, ja og þess má geta að með okkur skógarpúkum verður gestagítarleikarinn Örvar Þór kristjánsson

Íris Ósk, laugardagur 14 janar kl: 21:23

Hlakka til að sja alla og vil benda á að vegna mistaka fór vitlaust nr. hjá Ebbu á auglýsingar á bæi en rétt nr er. 456 8202

Biðjumst við velvirðingar á þessu.

Kv.
Íris

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30