Tenglar

15. janúar 2016 |

Þorrablótið á Reykhólum

Sýnishorn úr forsmekknum.
Sýnishorn úr forsmekknum.

Þorrablót Reykhólahrepps 2016 verður í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 23. janúar, annan dag þorramánaðar. Hljómsveitin Glæstar vonir frá Bíldudal spilar á ballinu. Húsið verður opnað kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.30. Miðapantanir hjá Ingibjörgu Birnu í síma 896 3629 og Ólafíu í síma 861 3633. Líka er hægt að panta miða á Facebooksíðu blótsins.

 

Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins fimmtudagskvöldið 21. janúar kl. 18-20.

 

Miðaverð er kr. 6.000 í forsölu og kr. 6.500 við innganginn.

 

Aldurstakmark er 18 ár.

 

Hér má fá ofurlítinn forsmekk.

 

Þorrablótsnefndina í ár skipa (í stafrófsröð):

Ágúst Már Gröndal

Björn Samúelsson

Einar Kr. Sveinbjörnsson

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Jens V. Hansson

Jóhanna Ösp Einarsdóttir

Ólafía Sigurvinsdóttir

Rebekka Eiríksdóttir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31