Tenglar

23. janúar 2010 |

Þorrablótið á Reykhólum brestur á

Þorrablótið í Reykhólahreppi 2010 verður í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, fyrsta laugardaginn í þorra. Á borðum verður fjölbreyttur úrvals þorramatur að hætti Árna í Bjarkalundi en hljómsveitin Vítamín sér um dansfjörið. Undir borðum verða að venju ýmis gamanmál höfð í frammi. Húsið verður opnað kl. 20.00 en borðhaldið hefst kl. 20.30. Aldurstakmark er 16 ár. Miðaverð er kr. 5.500. Ef eingöngu er farið á dansleikinn er miðaverðið kr. 2.500.

 

Í gær var bóndadagur, fyrsti dagur þorra, en hann er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Þorrinn byrjar ævinlega á föstudeginum í þrettándu viku vetrar, eða á bilinu 18.-24. janúar miðað við það tímatal sem nú er notað. Síðasti dagur þorra nefnist þorraþræll. Daginn eftir byrjar góa og fyrsti dagur hennar er konudagurinn.

 

Athugasemdir

kolbrún lára myrdal, sunnudagur 24 janar kl: 18:20

Þakka Ingu og ´Árna og fólksins sem var með þeim að undirbúa þorramatinn kærlega fyrir góðan mat

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30