Þorrablótið í Reykhólahreppi verður 24. janúar
Ákveðið hefur verið að þorrablótið í Reykhólahreppi verði laugardag 24. janúar eða á öðrum degi þorra. Dagskráin er ekki tilbúin en rétt þykir að láta vita af tímasetningunni þannig að þeir sem vilja sækja fagnaðinn séu með hana á hreinu. Hugmyndakassarnir vegna blótsins eru enn á sínum stöðum í Sparisjóðnum í Nesi og í Hólakaupum. Eins og hér hefur áður komið fram þurfa framlögin í kassana að berast fyrir föstudaginn í þessari viku (sjá nánar hér).
Þorrablótsnefndina skipa að þessu sinni Indiana Ólafsdóttir, Hafliði Ólafsson, Gústaf Jökull Ólafsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Óskar Steingrímsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Stefán Magnússon og Andrea Björnsdóttir. Fagnaðurinn verður í íþróttahúsinu á Reykhólum. Venjan er að blótið hefjist kl. 20 en húsið opnað hálftíma fyrr. Að líkindum verður þetta á svipuðum nótum að þessu sinni þó að það hafi ekki enn verið ákveðið.