Tenglar

22. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þorrablótið í Tjarnarlundi um aðra helgi

Félagsheimilið Tjarnarlundur og Staðarhólskirkja í Saurbæ.
Félagsheimilið Tjarnarlundur og Staðarhólskirkja í Saurbæ.

52. þorrablót Umf. Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 1. febrúar. Tilvalið fyrir þá sem komast ekki á blótið á Reykhólum núna á laugardaginn eða vilja einfaldega fara á fleiri en eitt. Um matinn sér Siggi Finnur frá Hólum en hljómsveitin Hlynur Ben og Gleðisprengjan annast fjörið á dansgólfinu.

 

Húsið verður opnað kl. 20 og borðhald hefst um það bil hálftíma síðar.

 

Miðaverð er kr. 6.000. Miðapantanir þurfa að berast undirrituðum í síðasta lagi miðvikudaginn 29. janúar. Ekki verður hægt að greiða með kortum en hægt er að millifæra fyrirfram inn á reikning eða borga á staðnum. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30