Þorrablótsannállinn / revían í Reykhólahreppi 2014
Við þetta að sextán kvenfélagskonur urðu veðurtepptar í sólarhring fór samfélagið nánast á hliðina, skólahaldi aflýst, mjaltir á Miðjanesi féllu niður, nokkrir sem höfðu ekki jafnað sig eftir að Sauðfjárræktarfélagið hélt aðhaldsveisluna um sumarið fengu snert af anorexíu, m.a. Eiríkur Kristjáns og Karl Kristjáns (ekki bræður). Aðrir grasekklar báru harm sinn í hljóði, reyndu eftir fremsta megni að hafa ofan af fyrir krakkagríslingunum sínum og sinna öðrum verkum. - En hvað haldið þið að hefði gerst ef sextán karlmenn hefðu orðið veðurtepptir í viku? NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT. Lífið hefði bara gengið sinn vanagang.
Þetta er brot úr annálnum á þorrablóti Reykhólahrepps 2014, sem var að þessu sinni með óhefðbundnu sniði. Hann var ekki fluttur í einu lagi sem einn dagskrárliðanna á blótinu eins og tíðkast hefur heldur var dagskráin ofin úr honum með litlum leikþáttum og söngvum þannig að úr varð eins konar revía.
Annálinn (handrit revíunnar) er að finna undir Gamanmál í valmyndinni til vinstri og líka með því að smella hér.