9. mars 2016 |
Þorrablótsmagállinn 2016
Þorrablótsannálar eru jafnan endurlit, revíur, yfir liðið ár í héraði; einkum er þar litið til hinna skoplegri viðburða og skopast að hinu og þessu sem átti hreint ekki að vera skoplegt. Þorrablót Reykhólahrepps 2016 var haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum 23. janúar, annan dag þorra. Höfundur og flytjandi magannálsins að þessu sinni var Sveinn á Skálanesi en leikin atriði og myndskeið voru ívaf.
Annálinn 2016 er að finna undir Gamanmál af ýmsu tagi í valmyndinni vinstra megin.