Tenglar

24. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Þorrakviss“ á Staðarfelli í Dölum

Svokölluð „kviss“ (e. quiz - spurningakeppni) virðast njóta vinsælda um þessar mundir. Fyrir skömmu var Þaulsetur sf. með „maltkviss“ í félagsheimilinu á Staðarhóli í Saurbæ og um síðustu helgi var efnt til spurningaleiks „í anda pub-quiz“ í Sævangi við Steingrímsfjörð. Núna á sunnudag, 27. janúar, verður áðurnefnt Þaulsetur sf. í Dalasýslu með „þorrakviss“ í félagsheimilinu á Staðarfelli á Fellsströnd (ath. - ekki á Staðarhóli að þessu sinni).

 

Þorrakvissið á Staðarfelli hefst kl. 15. Keppt verður í tveggja til þriggja manna liðum, hámark tveir eldri en 16 ára í liði, börn á grunnskólaaldri eitt til þrjú í liði en börn undir grunnskólaaldri án fjöldatakmarkana. Spurningar verða fjölbreyttar og að hluta til barnvænar. Verðlaun verða veitt í lok vetrar þeim sem flest stig fá úr þremur keppnum.

 

Þátttökugjald er 500 krónur en 16 ára og yngri borga ekkert. Verðlaun undir væntingum að vanda, segir í tilkynningu. Umf. Dögun verður með kaffisölu, 500 krónur fyrir manninn. Allur ágóði Þaulseturs og Umf. Dögunar rennur til endurbóta á félagsheimilinu á Staðarfelli. Allir eru velkomnir að taka þátt í ekki of alvarlegri keppni.

 

Frekari upplýsingar í síma 845 9952 (Valdís Einarsdóttir).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31