Tenglar

1. október 2009 |

Þorskafjarðarheiði ekki rudd meira

Vegurinn um Þorskafjarðarheiði er þungfær en mun samt vera þokkalega jeppafær, segir Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Hann segir að heiðin verði ekki rudd meira. Að gefnu tilefni ítrekar Vegagerðin að nýi vegurinn um Tunguheiði (Arnkötludal) er enn lokaður allri umferð og verður það fyrst um sinn þótt verktakinn hafi lokið við að leggja klæðningu á veginn.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, fstudagur 02 oktber kl: 16:39

Hverjum kemur það á óvart að Þorskafjarðaheiði verði ekki rudd meira á þessu hausti....engum sem til þekkja...þrjóskuna sem einkennir vinnubrög vegagerðarinnar á Vestfjörðum...þekkja allir!! Ekki er mynnst á að það sé snjór á Steingrímsfjarðaheiði í þessari frétt....talað um að Arnkötludalur (Tunguheiði...eitthvað nýirði...ætti að heita með réttu "Fanndalur") ....sé ófær og lokaður vegna frágangs.....ekki mynnst orði á að það sé snjór á þessu nýjasta minnismerki fjallvegagerðar hér á Vestfjarða kjálkanum!
Nú þegar vetur er að setjast að ....verður fróðlegt að sjá hvað það verða margir dagar sem þessi nýjasti fjallvega-skúlptúr verðru fær vegna veðra og snjósöfnunnar...Ísafjarða svæðið ætlar að nota þessa leið um Steingrímsfjarðaheiði og Tunguheiði til aðalsamgangna til Rvík....og spara sér þar 40 km. sem er bara hið besta mál...ég öfunda þá samt ekki að berjast yfir þessi ósköp... í leiðinda veðri sem er nú oftar en ekki... á þessu svæði....en þeirra er völi ..og þeirra er kvölin. Þorskafjarða heiði hefur verið hvert vor.... þyrnir í augum Strandamanna vegna aukinnar umferðar sem hefur farið þar um...það er að segja þegar þeim hefur þókknast að opna hana fyrir umferð á vorin...oft þó komið fram í júní þegar hún telst að þeirra mati ökufær. Ef vitsmuna verur hefðu...en ekki óvitar... sem hönnuðu vegtengingu Þorskafjarðaheiðar við Steingrímsfjarðaheiði....hefði mátt komast hjá verulegum vandræðum með bæði snjó ....og ekki síðst vatnaskemdir sem vatnasvæði neðst í Sóleyjardal skapar...ég er nú orðin samfærður um að þessi vittlausi spotti sem telur einhvern rúman km. var með ráðum gerður til að hafa hemil á notkunn og umferð um þennan veg....hefði aðeins þurft að nota smá vit til að sjá að þarna safnaðist vatn vegna fyrirstöðu vegarinn sem er lagður yfir mýrarfláka...en ekki þíðir að deila við Íslenska verkfræði-vitið. Kanski í framtíðinni sjá menn... að þessi glóru-lausu aðferð .....að reka fólk til fjalla eins og sauðkindur ....til að koma þeim á milli landshluta....er ekki það sem fólk vill. Kanski að Dvergurinn frá Ögri hafi upp á vasan loforð um láglendis vegi á Vestfjörðum... og jarðgangnagerð....þegar hann hefur lokið sameiningu sveitafélaga fyrir Samfylkinguna....kanski.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31