Þorskafjarðarheiði ófær frönskumælandi vegfarendum
Rétt við vegamótin í botni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi þar sem leiðin liggur upp á Þorskafjarðarheiði er skilti sem segir að vegurinn sé ófær. Telja má sérkennilegt að orðið „ófært“ (impassable) skuli vera á frönsku einni tungumála en ekki a.m.k. líka á íslensku, þýsku eða ensku (talið í röð fjölda þeirra sem þarna fara). Þetta er alls ekki nýtilkomið; þegar sá sem tók myndina núna síðdegis átti þar leið um í vetur var þetta líka akkúrat svona. Þetta virkar eflaust; ekki er vitað um frönskumælandi fólk í neinu veseni á Þorskafjarðarheiði á þessum vetri.
Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 24 mars kl: 22:27
Mér hefur verið bent á það, að franska orðið impassable sé líka notað sem gott og gilt til upplýsingar á ensku.