Tenglar

24. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þorskafjarðarheiði ófær frönskumælandi vegfarendum

Rétt við vegamótin í botni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi þar sem leiðin liggur upp á Þorskafjarðarheiði er skilti sem segir að vegurinn sé ófær. Telja má sérkennilegt að orðið „ófært“ (impassable) skuli vera á frönsku einni tungumála en ekki a.m.k. líka á íslensku, þýsku eða ensku (talið í röð fjölda þeirra sem þarna fara). Þetta er alls ekki nýtilkomið; þegar sá sem tók myndina núna síðdegis átti þar leið um í vetur var þetta líka akkúrat svona. Þetta virkar eflaust; ekki er vitað um frönskumælandi fólk í neinu veseni á Þorskafjarðarheiði á þessum vetri.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 24 mars kl: 22:27

Mér hefur verið bent á það, að franska orðið impassable sé líka notað sem gott og gilt til upplýsingar á ensku.

Gudbrandur Benediktsson, mnudagur 24 mars kl: 22:53

Sælir frændur í Reykhólasveit. Þegar beygt er inn í Gautsdal á leið til Stranda yfir Arnkötludal er trúlega skilti sem stendur á Þröskuldar í daglegu tali af kunnugum nefndir,,manngerðir Þröskuldar" þegar þeir eru ófærir sem er æði oft, stendur þá á skiltinu ,,ófært um manngerða Þröskulda" Hvernig er það á ensku eða frönsku?????? Góðar kveðjur í Reykhólasveit.
G.Ben

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 24 mars kl: 23:39

Láðist að nefna: Varðandi enskumælandi almenning, sem kannski er ekki vel mæltur á latínu eða frönsku, heitir þetta einfaldlega Closed.

Karl Ól., mnudagur 24 mars kl: 23:56

Það er akkúrat ekkert að því að nota enska orðið 'impassable' um veg sem er ófær. Sjá: http://www.merriam-webster.com/dictionary/impassable

Closed hefur í raun aðra merkingu. Impassable þýðir einfaldlega í beinni þýðingu úr Ensku 'ófær', en Closed þýðir bara 'Lokaður' hvort sem það er vegna ófærðar, viðhalds eða einhvers annars.

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, rijudagur 25 mars kl: 08:32

Án þess að ég nenni að standa í endalausum rökræðum um þetta: Núna í vetur varð opinber umræða út af því að Vegagerðin skuli nota orðið Closed á skiltum sínum en hafa það ekki líka á íslensku (væntanlega fyrir þá ótalmörgu sem skilja ekki þetta torskilda enska orð). Núna er þetta vandamál leyst, að mér sýnist. Enskumælandi fólk jafnt sem íslenskumælandi flettir bara upp í Webster til að gá hvað Impassable merkir. :)

Inga Daníels, mivikudagur 12 nvember kl: 17:52

Var að rekast á þetta seint og um síðir en mig langar þó að leggja orð í belg.

Orðin lokað og closed eru hér lítillega til vandræða því þau gera ekki greinarmun á því hvort akstur sé bannaður eða hvort vegur sé ófær almennri umferð. Það er mikilvægt fyrir Vegagerðina að gera greinarmun á þessu tvennu.

Fjölmargir vegir - einkum hálendisvegir - eru ekki í neinni þjónustu yfir veturinn. Það er því sjálfsagt að vara fólk við því að þar sé að líkindum ófært almennri umferð. Þetta þýðir þó ekki að fólk megi ekki fara t.d. á blöðrujeppum, enda er akstur á snjó ekki óheimill.

Á vorin þegar frost er að fara úr jörð er öll umferð hins vegar víða bönnuð á slíkum vegum til að forðast skemmdir á vegum og náttúru.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31