19. júní 2012 |
Þorskgengdin bitnar á breiðfirsku teistunni
Hafsteinn Guðmundsson í Flatey á Breiðafirði segir æðarfuglinn vera í betra standi núna en síðustu ár og varp sjófugla hafi tekist ágætlega. Rætt var við hann í Morgunútvarpi RÚV í morgun. Hann sagði lítið af kríu líkt og undanfarin ár og teistunni hafi fækkað gríðarlega. Árið 1995 hafi verið hátt í sjö hundruð teistuhreiður í Flatey nú séu þau aðeins um hundrað. Hafsteinn segir þorskinum um að kenna, hann hreinsi upp ætið. Einnig sagði Hafsteinn frá æðarnytjunum en þær eru jafnan drjúgar breiðfirskum náttúrubændum.
► Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Hafstein.
► Facebook-síða Hafsteins í Flatey: Fuglar og náttúra