7. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Þorsteinn rafeindavirki í þjónustuferð
Þorsteinn B. Sveinsson rafeindavirki í Grundarfirði verður á ferð í Reykhólahreppi í vikunni sem fer í hönd. Auk þjónustu við siglinga- og fiskileitartæki annast hann rásaskipt brunaviðvörunarkerfi, þ.e. ársskoðanir, viðgerðir og uppsetningar. Líka veitir hann þjónustu við gervihnattadiska og búnað tengdan þeim.
Þeir sem vilja nýta sér þessa vinnuferð í Reykhólahrepp geta haft samband við Þorstein í síma 853 9007 eða í netfanginu vestanehf@simnet.is svo að undirbúa megi ferðina sem best.
Hann reiknar með að verða á Reykhólum einhvern tímann frá þriðjudegi til föstudags.
► Vestan ehf. - rafeindaþjónusta í Grundarfirði