9. júlí 2016 |
Þörungar á veisluborðið
Mataruppskriftir eru víst fremur fáséðar á þessum vef. Núna bætir Soffía frænka úr því. Nýjasta skot hennar hefst með þessum orðum: Um allan heim er mikill uppgangur í notkun sjávarþörunga á matarborðið. Ekki síst veisluborðið. Þeir sem aðhyllast norræna eldhúsið eru þar í fararbroddi. Þar sem margar tegundir vaxa við Breiðafjörð eru hér birtar uppskriftir að sjávarfangi sem gætu hentað okkur á Reykhólum.
Skot Soffíu frænku (eins og María Maack líffræðingur er ósjaldan kölluð sakir framtakssemi á ýmsum sviðum) er að finna hér og undir tengli í dálkinum hægra megin á síðunni.