Tenglar

1. febrúar 2016 |

Þörungaverksmiðja í Stykkishólmi í undirbúningi

Klóþang (ascophyllum nodosum).
Klóþang (ascophyllum nodosum).

„Ég met nokkuð góðar líkur á að af þessu verði, miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá þessum aðilum“„ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um áform fyrirtækisins Deltagen Iceland og Matís um að koma upp þörungaverksmiðju í Stykkishólmi.

 

Deltagen Iceland er dótturfyrirtæki írska fyrirtækisins Marigot sem meðal annars rekur Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal. Matís er samstarfsaðili þess við verkefnið. Hugmyndin er að safna þangi og þörungum í Breiðafirði og gera úr þeim þykkni sem flutt verður út í tönkum eða brúsum. Það er notað sem áburður á akra og einnig unnið úr þeim fæðubótarefni og efni í húðkrem og hugsanlega lyf í framtíðinni.

 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Sturla segir fyrirtækið þurfa leyfi atvinnuvegaráðuneytisins til að nýta auðlindina í Breiðafirði. Í ráðuneytinu er verið að undirbúa breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til að láta þessa auðlindanýtingu falla þar undir. Vonar Sturla að hægt verði að ljúka þeirri vinnu fyrir vorið.

 

Jafnframt er Hafrannsóknastofnun að undirbúa rannsókn á magni þangs og þörunga í Breiðafirði. Það er gert á grundvelli samkomulags sem Stykkishólmsbær beitti sér fyrir. Að því standa Hafró, Marigot og Matís, Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Félagsbúið Miðhrauni, sem einnig hefur áhuga á að nýta þangið til vinnslu.

 

Sturla vekur athygli á því að ætlunin er að nýta þang og þörunga á svæðum sem eru innan netalaga og því á forræði landeigenda. Því þurfi þeir sem ætla að skera þangið að hafa samninga við landeigendur auk veiðileyfis lá grundvelli laga um stjórn fiskveiða.

 

22.11.2015  Samkomulag um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar

22.10.2015  Er ekki kominn tími til að ræða þetta eitthvað?

03.10.2015  Óttast ofnýtingu þörunga í Breiðafirði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31