Tenglar

19. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Þörungaverksmiðjan: Öryggismál í fyrirrúmi

1 af 2

„Hið hræðilega slys sem varð í áburðarverksmiðju í smábænum West í Texas í gær er alvarleg áminning um mikilvægi virkra öryggismála,“ segir í fréttatilkynningu frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. „Enda þótt engin eldfim efni séu notuð eða geymd hjá Þörungaverksmiðjunni umfram nauðsyn til tækja- og áhaldahreinsunar tiheyrir starfsemin efnaiðnaðinum eins og flest fyrirtæki FMC Corporation, aðaleiganda verksmiðjunnar. Í kjölfar slyssins í Texas hefur FMC sent bréf til allra starfsstöðva sinna þar sem ítrekað er mikilvægi öryggismála og réttra verkferla.“

 

Enn fremur segir í tilkynningunni:

 

Þörungaverksmiðjan hefur um langt árabil lagt mikla áherslu á öryggismál og hlotið verðlaun sem fyrirmyndarfyrirtæki í forvörnum. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbótum á verkferlum og stjórnun öryggis- og umhverfismála í fyrirtækinu og hafa sérfræðingar á vegum Almennu verkfræðistofunnar (nú Verkís) verið starfsmönnum til aðstoðar við skipulag og innleiðingu. Meðal verkefna voru áhættugreining, þar með taldar líkur á eldsvoðum eða sprengingu.

 

„Think Safe“

Verkefnið var unnið undir kjörorðinu Think Safe, sem er vottuð aðferðafræði sem FMC vinnur að innleiðingu á hjá öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Think Safe hefur að markmiði að tryggja öryggi, heilsu og velferð starfsmanna og hefur verið gefin út sérstök öryggishandbók fyrir starfsmenn og áberandi leiðbeiningar verið hengdar upp á vinnusvæðum. Þá voru haldnir fyrirlestrar um öryggismál og þá hættu sem skapast getur án fullnægjandi forvarna.

 

Öll frávik skráð

Meðal verkferla sem teknir hafa verið upp má nefna formlega skráningu allra frávika og atvika í starfsemi Þörungaverksmiðjunnar, auk þess sem gefnar hafa verið út mjög nákvæmar leiðbeiningar og reglur um hvernig skuli bera sig að við mismunandi verkefni með tilliti til slysahættu. Þá hafa vinnuaðstæður einnig verið teknar út og unnið er að ýmsum öðrum endurbótum sem draga eiga úr slysahættu.

 

Þess má geta, að á fjölmörgum sviðum ganga öryggiskröfur FMC lengra en gildandi vinnuákvæði í lögum og reglum í þeim löndum þar sem fyrirtækið starfar.

 

Sjá einnig varðandi forvarnir í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum:

08.02.2010 Þörungaverksmiðjan valin fyrirmyndarfyrirtæki VÍS

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 21 aprl kl: 16:04

Kanski ættum við öll hér í sveit að taka öryggismál FMC til fyirirmyndar og setja okkur á stall með þeim...segja okkur sjálfum að þegar við göngum til verka að morgni...þá sé allt klárt er varðar starfsöryggi hvers og eins...það væri ekki dónalegt fyrir lítið sveitarfélag að vera frumkvöðull í að bæta vinnuöryggi fólks...ekki á einum stað heldur á öllum sviðum...hér er landbúnaður og iðnaður...þjónustufyrirtæki...tökum höndum saman og verðum fyrst til að vekja heimsathyggli fyrir framtak sem aðrir geta tekið til fyrirmyndar :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31