Tenglar

6. júní 2011 |

Þörungaverksmiðjan: VerkVest ánægt með samninginn

Saminganefnd starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum náði á föstudagskvöld að lenda kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og fulltrúa eigenda verksmiðjunnar með endurnýjun kjarasamnings til þriggja ára. „Óhætt er að segja að meginmarkmið samninganefndar að ná auknum kjarabótum fyrir þá lægst launuðu hafi tekist og vel það“, segir á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Samninganefndin lagði upp með tvær launatöflur, aðra fyrir dagvinnufólk og hina fyrir vaktmenn. Niðurstaðan er sú, að á samningstímanum hækka byrjunarlaun dagvinnufólks um rúmlega 50 þúsund krónur eða tæp 30%. Laun vaktmanna taka sömu hækkunum og samið var um í almenna samningnum og hækka um 34 þúsund krónur á samningstímanum eða um rúm 20%.

 

Þá voru einnig gerðar breytingar á mætingabónus og löndunarálagi ásamt því að nýtt öryggisálag verður greitt fyrir slysa- og óhappalausa mánuði í verksmiðjunni. Helsta markmiðið með slíkri álagsgreiðslu er að stuðla að auknu öryggi og góðri umgengni á vinnusvæðum starfsmanna.

 

Kynningarfundur um samninginn verður í matsal Þörungaverksmiðjunnar 15. júní og verður kjörfundur að lokinni kynningu.

 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30