Tenglar

27. febrúar 2011 |

Þörungaverksmiðjan er „framúrskarandi fyrirtæki“

Atli Georg Árnason.
Atli Georg Árnason.
1 af 2
Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hefur fallið sá heiður í skaut að vera á lista CreditInfo á Íslandi yfir framúrskarandi fyrirtæki. CreditInfo gerði ítarlega greiningu til að finna hvaða íslensk fyrirtæki fá bestu einkunn í styrkleika- og stöðugleikamati. Af öllum þeim rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá reyndust 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem CreditInfo setur til að fá viðurkenningu sem „framúrskarandi fyrirtæki“. Eitt þeirra er Þörungaverksmiðjan hf.

 

Síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja voru lagðir til grundvallar og þurftu þau m.a. að sýna fram á rekstrarhagnað og jákvæða ársniðurstöðu. Eignir máttu ekki vera undir 100 milljónum króna og eiginfjárhlutfall ekki minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 í CIP-áhættumati CreditInfo, sem segir að minna en 1% líkur séu á vanskilum.

 

Þetta er enn ein rósin í hnappagat Þörungaverksmiðjunnar. Á sínum tíma fékk verksmiðjan vottun bæði hérlendis og erlendis fyrir lífræna framleiðslu. Á síðasta ári fékk hún viðurkenningu VÍS sem „fyrirmyndarfyrirtæki á sviði forvarna“.

 

Þessar viðurkenningar og vottanir undirstrika fagmennskuna sem höfð er að leiðarljósi í rekstri fyrirtækis okkar, sagði Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. við móttöku viðurkenningarinnar frá CreditInfo.

 

Vefur Þörungaverksmiðjunnar hf.

Vefur CreditInfo

15.11.2008  Nýi framkvæmdastjórinn hjá Þörungaverksmiðjunni

 
Fyrir fáeinum árum skrifaði hþm eftirfarandi í árlegt ferðablað Vestfjarða:

 
 

Vistvænasta iðjuver í heimi er við Breiðafjörð

 

Ekki mun finnanlegt vistvænna iðjuver í heiminum en Þörungaverksmiðjan í Karlsey skammt neðan við þorpið á Reykhólum, sem knúin er af jarðhita til framleiðslu á mjöli úr ómenguðum gróðri sjávar. Hráefnið til framleiðslunnar, klóþang og hrossaþari, er fengið á grunnsævi Breiðafjarðar og innfjarða hans. Mjölið er nánast eingöngu flutt út og að langmestu leyti notað sem hleypiefni við matvælavinnslu en einnig sem áburður fyrir landbúnað og skrúðgarða og fóður fyrir húsdýr og gæludýr.

 

Þörungaverksmiðjan hefur í mörg ár haft alþjóðlega vottun um lífræna framleiðslu, sem felur í sér staðfestingu þess að fyrirtækið uppfyllir ströngustu alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra nýtingu auðlinda, aðgreiningu hráefna, rekjanleika afurða og varnir gegn mengun á öllum stigum framleiðslunnar.

 

Yfirleitt er talað um Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, en það er ekki alls kostar nákvæmt orðalag þó að verksmiðjan sé í Reykhólalandi. Hún er úti í litlum hólma, Karlsey, rúmlega tveggja kílómetra leið frá þorpinu á Reykhólum, eins og glöggt má sjá á myndinni. Að baki er Reykjanesfjallið og býlið Grund undir fjallsrótum vinstra megin. Miðhús eru niðri við sjóinn hægra megin ofarlega, en þar er æðardúnn hreinsaður til útflutnings. Skammt þar fyrir innan er Barmahlíð - Hlíðin mín fríða í alþekktu kvæði Jóns Thoroddsens skálds frá Reykhólum.

 

(Myndin sem vísað er til í þessu pistilkorni er loftmynd sem ljósmyndarinn góðkunni Mats Wibe Lund tók á sínum tíma. Í blaðinu spannaði hún þvera síðu og var því langtum gleggri en hér á vefnum, þar sem hún er mynd nr. 2).

 

Athugasemdir

Björg Karlsdóttir, sunnudagur 27 febrar kl: 21:30

Það er gaman að lesa þessa frétt, ekki síst hvað varðar forvarnir. Ég held að þar sem náttúruvernd er gert hátt undir höfði, séu önnur sjónarmið sem þurfa að vera til staðar í rekstri fyrirtækja í lagi. Það ber einfaldlega hugarfarinu vitni.
Til hamingju Atli og starfsmenn verksmiðjunnar.

kolbrún Lára Mýrdal, mnudagur 28 febrar kl: 08:40

Til hamingju Atli og starfsmenn

Solla Magg, mnudagur 28 febrar kl: 09:48

Mikið er gaman að lesa svona jákvæða frétt. Þetta er flottur árangur hjá ykkur öllum sem starfið við þessa verksmiðju. Gangi ykkur vel í framtíðinni og hjartanlegar hamingjuóskir Atli og allir starfsmenn verksmiðjunnar .

gunna jóh, mnudagur 28 febrar kl: 10:25

Frábært! til hamingju með þetta Þörungaverksmiðusmenn.

Ingvar Samúelsson, mnudagur 28 febrar kl: 22:39

Glæsilegt til hamingju framkvæmdastjóri og starfsmenn Þörungarverksmiðjunnar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30