Tenglar

8. febrúar 2010 |

Þörungaverksmiðjan valin fyrirmyndarfyrirtæki VÍS

Guðmundur Sigvaldason, Björn Fannar, Guðmundur Örn og Eggert Ólafsson.
Guðmundur Sigvaldason, Björn Fannar, Guðmundur Örn og Eggert Ólafsson.
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var valin fyrirmyndarfyrirtæki VÍS í forvörnum árið 2010 og fékk afhentan veglegan farandgrip til varðveislu næsta árið. Bílson bílaverkstæði og Strætó bs. hlutu einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í forvörnum. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á sameiginlegri ráðstefnu félagsins og Vinnueftirlitsins um forvarnamál sem hátt í 180 manns tóku þátt í. Forvarnaverðlaunum VÍS er ætlað leggja áherslu á mikilvægi þess að vinna skipulega að öryggis- og forvarnamálum. Forvarnaverðlaunin verða veitt árlega þeim viðskiptavinum VÍS sem þykja hafa skarað fram úr í öryggis- og forvarnamálum.

„Með skipulegum og réttum forvörnum má afstýra miklum mannlegum þjáningum og spara gríðarlega fjármuni“, segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, og nefnir sem dæmi að níu þúsund manns þurfi árlega að leita sér aðstoðar hérlendis vegna vinnuslysa. Jafnframt bendi rannsóknir á Vesturlöndum til þess að 3-4% af landsframleiðslu glatist vegna heilsutjóns, sem samsvarar 45-60 milljörðum króna á Íslandi. Þá sé ótalið mikið eignatjón sem hefði mátt afstýra ef rétt hefði verið staðið að öryggis- og forvarnamálum.

 

Á myndinni eru fulltrúar Þörungaverksmiðjunnar ásamt Guðmundi Erni Gunnarssyni forstjóra VÍS. Frá vinstri: Guðmundur Sigvaldason með verðlaunagripinn, Björn Fannar Jóhannesson, Guðmundur Örn Gunnarsson og Eggert Ólafsson.

 

Athugasemdir

Hanna Dalkvist, mnudagur 08 febrar kl: 20:31

Frábært, innilega til hamingju :)

María Játvarðardóttir, mnudagur 08 febrar kl: 20:39

Hamingjuóskir með þessa viðurkenningu. Gott að vita að þessi gamli vinnuveitandi hugar að slysavörnum

Halldór Jóhannsson, mnudagur 08 febrar kl: 22:19

Hamingjuóskir:):)

Sólrún Ósk, rijudagur 09 febrar kl: 18:08

Til hamingju fyrirmyndarfyrirtæki með fyrirmyndar fólk.

Marta Sigvalda, mivikudagur 10 febrar kl: 12:03

Frábært, og innilega til hamingju
og áfram á þessarri braut

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30