Tenglar

5. febrúar 2016 |

Þörungavinnsla: Lítið svigrúm fyrir fleiri

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Finnur Árnason framkvæmdastjóri.
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Finnur Árnason framkvæmdastjóri.

Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, segir að samkvæmt langri reynslu séu nýtanleg 20 til 25 þúsund tonn af þangi í Breiðafirði á hverju ári. Það er lítið meira en hráefnisþörf fyrirtækisins. Því sé ekki mikið svigrúm fyrir nýja aðila.

 

Þetta kemur fram í úttekt Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Þörungaverksmiðjan hefur verið starfrækt á Reykhólum í 40 ár. Hún býr að mörgu leyti við kjöraðstæður, miklar þangfjörur, jarðhita, hreinan sjó og mikla reynslu og þekkingu starfsmanna. Reksturinn gengur vel og er fyrirtækið ákaflega mikilvægt fyrir byggðina.

 

Núna er verið að undirbúa nýja verksmiðju í Stykkishólmi, sem verður enn afkastameiri. Þá hyggjast ábúendur á Miðhrauni á Snæfellsnesi þurrka þörunga og hafa komið sér upp búnaði til þess.

 

Nýtingu verði stýrt á grundvelli rannsókna

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps og fleiri aðilar hafa varað við hvert stefnir. Fyrirtækin sem um ræðir hafa haft samvinnu um að Hafrannsóknastofnun skipuleggi og standi að rannsóknum á stærð þang- og þörungastofnsins í Breiðafirði og afkastagetu. Rannsóknir á þangi hefjast í vor og fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir í haust.

 

Stjórnendur Þörungaverksmiðjunnar hafa lagt áherslu á það við ráðuneytið að það grundvalli stýringu á nýtingu auðlindarinnar á niðurstöðum rannsókna Hafró.

 

Rányrkja eyðileggur lífræna vottun

 

Gamlar rannsóknir bentu til að milljón tonn af þangi væru í Breiðafirði. Finnur segir að það segi ekki alla söguna, lífmassi af nýtanlegu þangi skipti meira máli. Reynsla starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar sem hafa aflað þangs þar í 40 ár bendi til að aðeins séu nýtanleg 100 til 120 þúsund tonn. Þörungavinnslan hvíli svæðin að jafnaði í fjögur ár á milli slátta og þess vegna sé ekki óhætt að slá nema 20-25 þúsund tonn á ári. Verksmiðjan aflar allt að 20 þúsund tonna á ári. Svigrúmið fyrir nýja aðila sé ekki mikið.

 

Öll framleiðsla Þörungaverksmiðjunnar hefur lífræna vottun. Hún grundvallast meðal annars á sjálfbærri nýtingu á þangi og þara úr Breiðafirði. Finnur segir að allar lífrænar vottanir verði afnumdar ef rányrkja verður stunduð á auðlindinni.

 

01.02.2016  Þörungaverksmiðja í Stykkishólmi í undirbúningi

22.11.2015  Samkomulag um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar

22.10.2015  Er ekki kominn tími til að ræða þetta eitthvað?

03.10.2015  Óttast ofnýtingu þörunga í Breiðafirði

 

Athugasemdir

Sævar Ingi, rijudagur 23 febrar kl: 13:56

Það hafa komið mörg ár upp í gegnum tíðina sem ekki hefur verið hægt að afla meira en 12000 tonna á ári. Ef það eru miklir ísavetur þá er allveg sjenslaust að tala um uppumdir 20 til 25000 tonn á ári.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31