31. desember 2018 | Sveinn Ragnarsson
Þórunn Játvarðardóttir látin
Þórunn Játvarðardóttir á Reykhólum lést aðfaranótt aðfangadags á gjörgæsludeild Landsspítalans.
Þórunn eða Tóta, eins og flestir kunnugir kölluðu hana, ólst upp á Miðjanesi. Hún var dóttir hjónanna Játvarðar Jökuls Júlíussonar og Rósu Hjörleifsdóttur bænda þar. Tóta var í hópi 7 systkina, hin eru: Helga í Reykjavík, Halldóra á Reykhólum, Ámundi Jökull í Mosfellsbæ, Jón Atli á Reykhólum, Sigríður dó í bernsku og Sigríður María á Hólmavík.
Börn Tótu eru 4, Gústaf Jökull á Miðjanesi, Margrét Berglind í Reykjavík, Gyða Lóa í Kaupmannahöfn og Hlynur á Hólmavík, barnabörn og barnabarnabörn eru samtals komin á annan tuginn.
Þórunn verður jarðsungin frá Reykhólakirkju, laugardaginn 5. janúar kl. 13:30