Tenglar

27. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Þrælgott þorrablót

1 af 7

Síðastliðinn föstudag var blótaður Þorri á Reykhólum. Þorrablót eru jafnan fjölsótt af heimafólki og gestum.

 

Núna í vetrarbyrjun uppgötvaðist að aðeins 2 voru eftir í þorrablótsnefnd, þau Embla Dögg og Friðrik Smári, en þau brettu upp ermar og hóuðu saman hóp af skemmtilegu fólki með sér.


Lions menn sáu um matinn sem var góður og vel útilátinn.

 

Í ljósi þess að síðustu mánuði hafa vegamál verið áberandi í umræðunni, óttuðust sumir að það yrði kannski skítamórall á blótinu, ef einhverjir fyndu sig knúna til að ræða það frekar. Sá ótti var fullkomlega ástæðulaus, allir voru einhuga um að skemmta sér og öðrum, eini „skítamórallinn“ var hljómsveitin, en það voru 3 úr Skítamóral sem spiluðu á ballinu, þeir Gunni, Hebbi og Hanni.

 

Nýliðið blót er 46. þorrablótið sem haldið er með núverandi sniði, þ.e. undirbúingur og umsjón er í höndum nefndar sem kjörin er úr hópi hreppsbúa. Fram til 1973 var það ungmennafélagið sem sá um blótin.

 

Á einni myndinni sem fylgir eru 3 málverk sem margir kannast við, en þau hafa verið uppi á flestum þorrablótum síðan 1973. Þá málaði Birna E. Norðdahl þessar myndir og gaf þorrablótsnefndinni, síðan hafa þær tilheyrt þorrablótshaldi á Reykhólum.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31