Tenglar

31. janúar 2012 |

Þrek og þol fyrir alla - mæting eftir vild

Æfingar til að auka vöðvastyrk og þol, ætlaðar báðum kynjum jafnt, hefjast í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, þriðjudag, og verða svo framvegis fjóra daga í viku undir stjórn Sirrýjar Birgis. „Þetta er hreyfing sem hentar öllum. Fólk ræður ferðinni sjálft og ræður hvort það vill taka vel á eða fara rólega í sakirnar. Við verðum fjórum sinnum í viku fyrir þá sem vilja en svo er það bara undir hverjum og einum komið hversu oft er mætt“, segir Sirrý.

 

Hún hvetur alla til að stunda einhvers konar hreyfingu. „Eftir því sem við eldumst verður það nauðsynlegra. Svo vil ég sérstaklega koma því á framfæri að karlpeningurinn þarf ekki að hræðast okkur konurnar. Þetta er ekki „kerlingaleikfimi“ og við tökum vel á móti körlunum ef þeir þora.“

 

Æfingatímarnir verða á þessum dögum og tímum fram í miðjan maí:

  • Mánudaga og miðvikudaga kl. 16.30
  • Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, rijudagur 31 janar kl: 15:45

Núna ætla ég að vera dugleg að mæta og Torfi verður að koma með ;-) Þetta er flott hjá þér Sirrý;-)

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, rijudagur 31 janar kl: 19:36

Flott hjá þér Sirrý! vonandi næ ég að mæta fljótlega!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31