Tenglar

6. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Þrekvirki - ný bók

1 af 2

Egill St. Fjeldsted, sagnfræðingur frá Patreksfirði hefur gefið út bók um snjóflóðin í Súðavík og í Reykhólasveit í janúar 1995.

 

Árla morguns mánudaginn 16. janúar 1995 féll snjóflóð á þorpið í Súðavík á meðan flestir voru í fastasvefni. Í blindbyl og svartamyrkri hófu heimamenn leit að sínum nánustu, ættingjum og vinum við hrikalegar aðstæður. Fljótlega varð ljóst að fjölda fólks var saknað og í kjölfarið var óskað eftir fjölmennu utanaðkomandi björgunarliði. Þegar aðstæður voru kannaðar kom í ljós að eina færa leiðin til Súðavíkur var sjóleiðin og hófust þá einir mestu sjóflutningar á björgunarfólki sem um getur á Íslandi.

 

Að kvöldi mánudagsins 18. janúar féll annað mannskætt snjóflóð á sveitabæinn Grund í Reykhólasveit. Veðuraðstæður voru þá með þeim hætti að engin leið var að koma utanaðkomandi björgunarliði á staðinn. Kom það því í hlut vina og ættingja úr næsta nágrenni að sjá um björgunaraðgerðir við afar erfiðar aðstæður.

 

Bókin er að stórum hluta byggð á viðtölum við 40 manns sem annað hvort voru á heimilum sínum þegar flóðin skullu á þeim eða tóku þátt í björgunarstörfum með einhverjum hætti. Fjöldi mynda prýðir bókina.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31