Tenglar

22. september 2011 |

Þrenn verndarsamtök styðja leiðarval Ögmundar

Ráðherrann heilsar fundargestum í Bjarkalundi á mánudagskvöldið.
Ráðherrann heilsar fundargestum í Bjarkalundi á mánudagskvöldið.

Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar ráðherra samgöngumála að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þetta kemur fram í ályktun allra samtakanna. Leiðin hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Með þessari úrlausn væri komið í veg fyrir mikil náttúruspjöll sem myndu hljótast af leið B um óspillta náttúru, m.a. eftir Teigsskógi endilöngum og yfir eyjar og sker í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í nágrenni tveggja arnarsetra.

 

Samtökin telja óréttlætanlegt að fórna þessum náttúruverðmætum sem séu á náttúruminjaskrá og falli undir lög um verndun Breiðafjarðar, þar sem aðrar leiðir séu fyrir hendi. Göng undir Hjallaháls séu að öllum líkindum ódýrari en leið B þegar búið er að taka tillit til aukakostnaðar, jaðarkostnaðar og umhverfiskostnaðar.

 

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins, ruv.is.

 

Athugasemdir

Vestfirðingur, fimmtudagur 22 september kl: 22:14

Ekki finnst mér neitt að því að hafa skoðun á vegleiðinni.
EN þessir hinir sömu sem gagnrýndu Gilsfjarðarbrúan hvað mest ættu að líta í eigin barm.
Þeir ættu að skoða hvað af þeirra spádómum um hana hafa komið fram, Þeir vilja bara hanga á þessum hríslum eins og hundar á roði, en ættu heldur að minnast þess hve timbraðir þeir voru eftir fylleríisferðirnar sem sagðar voru rannsóknarferðir vestur í Gilsfjörð á síðustu öld.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31