Tenglar

7. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þriðja rúllupylsukeppnin verður í Þurranesi

Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13 og 13.30 í Þurranesi. Dómarar verða m.a. Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

 

Á Facebooksíðu keppninnar segir:

 

Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð.

 

Fornar verkunarhefðir og handverk í matargerð mega hvorki gleymast né staðna. Því er nauðsynlegt að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín, prófa nýjar leiðir og stuðla þannig að þróun í gerð hefðbundinna matvæla.

 

Kynslóðirnar er því hvattar að koma saman við rúllupyslugerð, læra hver af annarri og njóta tímans saman.

 

Sjá einnig:

21.11.2013 Rúllupylsukeppnin haldin í Sævangi

02.12.2012 Verður nú vart aftur snúið (fyrsta rúllupylsukeppnin var haldin í Króksfjarðarnesi)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30