Tenglar

7. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þriggja ára stórsókn í markaðsmálum Vestfjarða

Baldvin Albertsson, Díana Jóhannsdóttir og Einar Ben.
Baldvin Albertsson, Díana Jóhannsdóttir og Einar Ben.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum ásamt samstarfsaðilum á landsvísu og ferðaþjónum á Vestfjörðum hafa ákveðið að sækja fram og eru að fara af stað í stórt þriggja ára markaðsátak. Verkefninu verður stýrt af Markaðsstofu Vestfjarða, en þetta er stærsta markaðsverkefnið sem sveitarfélögin hafa farið í frá upphafi. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna og ýta undir þá jákvæðu ímynd sem Vestfirðir hafa nú þegar.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofunni. Þar segir einnig:

 

Verkefnið snýst að töluverðu leyti um stafrænt ferðalag um Vestfirði, sem verður samansett af áhugaverðu myndefni sem sýnir allt það sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Það eru mjög margir sem þurfa að koma að borðinu til þess að svona stórt og ítarlegt verkefni geti gengið upp, ber þar að nefna samstarfsaðila líkt og Icelandair, Flugfélag Íslands, Hertz, Símann, N1 og ferðaþjóna á Vestfjörðum.

 

Markaðsátakið verður unnið með Tjarnargötunni og segir Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða, þetta vera spennandi tíma framundan í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og gaman sé að sjá hveru vel allir taki í það að vinna að því að koma Vestfjörðum á kortið.

 

„Við erum ákaflega spenntir fyrir þessu flotta verkefni. Við erum að birgja okkur upp af nýjum búnaði og hlökkum til að fanga íslenska nátturu og koma henni til skila á nýstárlegan máta,“ segir Einar Ben, annar eigandi Tjarnargötunnar.

 

Myndin var tekin þegar Díana Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Vestfjarða undirritaði samstarfssamning við fulltrúa Tjarnargötunnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30