22. september 2011 |
Þriggja daga fatamarkaður í Tjarnarlundi
Nanna Sif Gísladóttir verður með fatamarkað í Tjarnarlundi í Saurbæ næstu þrjá daga (föstudag til sunnudags) kl. 12-18. „Mig langar að leyfa sveitungum mínum og nágrönnum að njóta þessa fatnaðar eins og höfuðborgarbúum“, segir Nanna Sif, sem er frístundabóndi á Stóra-Múla í Saurbæ. Hún kveðst velja Tjarnarlund til þess að vera nokkuð miðsvæðis milli Búðardals, Reykhóla og Hólmavíkur og sveitanna þar í kring. Nanna Sif segir að hér sé um að ræða góðan fatnað á frábæru verði.
Sjá nánar hér (pdf).