9. febrúar 2011 |
Þriggja kvölda félagsvist á Reykhólum
Nemendur 8.-10. bekkjar Reykhólaskóla standa fyrir þriggja kvölda keppni í félagsvist, sem er liður í fjáröflun unglinganna fyrir væntanlegri Danmerkurferð. Fyrsta spilakvöldið er í kvöld, miðvikudaginn 9. febrúar, en hin verða þriðjudagskvöldin 22. febrúar og 8. mars. Spilað verður í matsalnum í Reykhólaskóla og hefst spilamennskan kl. 19.30. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500. Léttar veitingar í hléi. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld fyrir sig og einnig vegleg verðlaun í lokin fyrir stigahæstu keppendurna samanlagt öll kvöldin.
Nemendurnir vonast að sjálfsögðu eftir góðri þátttöku.